Úr leik í draumahlaupinu

Angelika Cichocka kemur í mark í Sopot í gær með …
Angelika Cichocka kemur í mark í Sopot í gær með Anítu Hinriksdóttur á hælum sér. Þær hefðu mæst aftur í úrslitahlaupinu á morgun ef Aníta hefði ekki stigið á línu snemma í hlaupinu. mbl.is/afp

„Við verðum bara að halda í það að önnur markmið sem við settum okkur þarna náðust. Hún er orðin jafn sterk og ég vildi sjá. En hún er auðvitað mjög svekkt, og getur ekki verið annað en bara svekkt út í sjálfa sig.“

Þetta sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, eftir að hún var dæmd úr leik í riðlakeppni 800 metra hlaups kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum í Sopot, Póllandi.

Aníta var dæmd úr leik fyrir að stíga á línu, en hún hljóp á 2:01,03 mín. Sá tími hefði dugað henni í úrslit og verið jöfnun á heimsmeti unglinga.

Sjá umfjöllun um hlaup Anítu og HM í Sopot í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert