Brynjar fékk kylfu í gegnum hökuna

Brynjar Bergmann sýnir holuna sem myndaðist í andlitinu eftir höggið …
Brynjar Bergmann sýnir holuna sem myndaðist í andlitinu eftir höggið frá leikmanni Ísraels í dag. mbl.is/Sindri

Brynjar Bergmann hefur heldur betur staðið sig vel með íslenska landsliðinu í íshokkí í Serbíu, sem landaði silfurverðlaunum í dag. Hann sýndi af sér mikla hörku í lokaleiknum gegn Ísrael.

Brynjar er ekki þekktur fyrir að gefa neitt eftir á svellinu en hann varð að fara út af í stutta stund í dag eftir að hafa fengið þungt kylfuhögg í andlitið. Til marks um höggið þá myndaðist hola í gegnum höku Brynjars sem missti auk þess hluta úr tönn. Hann var hins vegar mættur fljótt aftur inn á svellið og kláraði leikinn.

Ísland fékk silfur í fyrsta sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert