„Ég var alveg viss um hvað ég ætlaði að gera í seinna vítinu. Fyrst reyndi ég að skora í gegnum klofið því markvörðurinn var stór og gaf manni stóra holu, en ég hitti pökkinn illa. Seinna vítið var eins og ég geri vanalega alltaf; lék á markvörðinn sem kom of langt út og það virkaði vel,“ sagði Emil Alengård sem skoraði úr sjötta og síðasta víti Íslands þegar liðið vann Serbíu í Belgrad í gærkvöld, í A-riðli 2. deildar HM í íshokkíi.
„Þetta var einn silfurleikur og nú tekur næsti við gegn Ísrael. Þetta var erfitt og við misstum þetta aðeins niður í 3. leikhlutanum. Þeir skoruðu þá snemma og þá kom eitthvert óöryggi í okkur,“ sagði Emil. Hann segir þreytu ekki hafa verið farna að segja til sín í lokin, þrátt fyrir að fjórða lína hafi nánast alveg verið hvíld í leiknum.
Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.