Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Guif sem gildir út næsta tímabil. Atli kemur frá liði Nordsjælland í Danmörku sem féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor. Atli sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði haft nokkurn aðdraganda.
„Þetta hefur verið í farvegi í nokkrar vikur. Ég er búinn að kíkja á aðstæður úti svo ég hef kannað málið vel. Það komst á hreint fljótlega eftir að við féllum að ég mundi fara. Þá fór maður að horfa í kringum sig og á þá möguleika sem voru í stöðunni til að spila á hærra plani,“ sagði Atli Ævar þegar Morgunblaðið settist niður með honum stuttu eftir undirskriftina um helgina.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.