Jóhann Björn: Ekkert gaman án keppni

Jóhann Björn Sigurbjörnsson hampaði í dag sínum öðrum Íslandsmeistaratitli þegar hann sigraði í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hann sigraði einnig í 100 metra hlaupi í gær, en Kolbeinn Höður Gunnarsson veitti honum harða keppni í báðum greinunum. Þeir eru miklir félagar þó þeir séu keppinautar á brautinni.

„Ég er mjög ánægður, þetta gæti ekki verið betra. Það verður að vera keppni, annars er þetta ekkert gaman og við erum báðir með mikið keppnisskap. Það er gott að hafa góðan félaga að, sérstaklega í öllum þessum ferðalögum,“ sagði Jóhann Björn við mbl.is í dag, en það er einmitt mikið ferðalag framundan þar sem þeir félagar keppa á HM unglinga sem fram fer í Eugene í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði.

„Það verður rosalegt ævintýri. Það er talað um að aðstæður séu þær bestu í heiminum svo þetta verður rosalegt,“ sagði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

Fylgst er með Meist­ara­mót­inu í FRÁLSAR Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert