Aníta: Ekki það sem ég ætlaði mér

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Ljósmynd/IAAF

„Við höfum verið hérna í Bandaríkjunum í nokkurn tíma og ég æfði vel, þannig ég er í góðu formi. Það er ekki það. Ég veit hreinlega ekki hvað amar að mér. Ég hljóp illa í gær og var heppin að komast í úrslit. En ég var mjög stressuð og tók það út með því að hlaupa of hratt og ég skammast mín fyrir að hafa hætt,“ sagði Aníta Hinriksdóttir.

„Ég tel það hafa verið rangt af mér. Þannig ég er ekki ánægð með sjálfa mig akkúrat núna. En ég mun ekki hlaupa svona aftur. Núna þarf ég bara að hreinsa hugann og koma tvíefld á Evrópumótið. En þetta var ekki það sem ég ætlaði mér allavega hér,“ sagði Aníta Hinriksdóttir við FloTrack vefsíðuna í viðtali eftir úrslitahlaupið í 800 metra hlaupi kvenna í HM ungmenna í frjálsíþróttum í Eugene í nótt.

Watch more videos on Flotrack

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert