Eygló Ósk varð í 10. sæti

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Ómar Óskarsson

Eygló Ósk Gústafsdóttir hafnaði í 10. sæti í undanrásum í 200 m baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Doha í morgun þegar hún synti á 2.04,97 mínútum en átta fyrstu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum.

Eygló Ósk var aðeins 19/100 úr sekúndu frá eigin Íslandsmeti. Ekki verður synt til undanúrslita um sæti níu til sextán síðdegis í dag. 

Árangurinn er hinsvegar einn besti árangur  Íslendings á stórmóti í 25 m laug. Alls var 51 sundkona skráð til leiks í 200 m baksundi. 

Snemma í morgun tóku Kristinn Þórarinsson og Kolbeinn Hrafnkelsson þátt í undanrásum í 50 m baksundi. Kristinn hafnaði í 48. sæti af 109 keppendum á 25,41 sekúndu og Kobeinn varði í 55. sæti á 26,10 sekúndum. Báðir voru þeir nokkuð frá sínu besta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert