Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir mbl.is/Golli

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti verulega eigið Íslandsmet í 100 m bringusundi í undanrásum á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Doha í morgun. Hún synti á 1.06,26  mínútum og hafnaði í 22. sæti af 58 keppendum.

Fyrra met Hrafnhildar í greininni var 1.06,78. Hrafnhildur er greinilega í góðri æfingu um þessar mundir því í fyrradag hjó hún nærri eigin Íslandsmeti í 50 m bringusundi á mótinu. 

Hrafnhildi vantaði  einungis 14/100 úr sek. til að komast  í undanúrslit.

Keppnin var greinilega mjög hörð því þjár stúlkur þurfa að synda umsund (swim off) til að ákvarða hver þeirra verði sú sextánda og síðasta inn í undanúrslit. Stúlkurnar syntu allar á 1.06,13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert