Anna og Andri fremst lyftingafólks

Anna Hulda Ólafsdóttir er lyftingakona ársins þriðja árið í röð.
Anna Hulda Ólafsdóttir er lyftingakona ársins þriðja árið í röð. mbl.is

Anna Hulda Ólafsdóttir og Andri Gunnarsson eru lyftingafólk ársins hjá Lyftingasambandi Íslands. 

Anna Hulda er lyftingakona ársins þriðja árið í röð. Hún er stigahæsta lyftingakonan á árinu með 236,2 Sinclair stig sem hún náði þegar hún varð Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í -58kg flokki kvenna, fyrst íslenskra kvenna. Hún keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum á árinu og endaði í 14. sæti í -63kg flokki kvenna. Hún setti átta Íslandsmet á árinu, eitt í -63kg flokki kvenna og sjö -58kg flokki kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Andri hlýtur titilinn. Andri vann í stigakeppninni á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum sem fram fóru í San Marino. Þar snaraði hann 143kg og jafnhenti 170kg eða samanlagt 313kg sem gáfu honum 326,8 Sinclair stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert