SA Ásynjur Íslandsmeistarar í íshokkíi kvenna

Skautafélag Akureyrar Ásynjur fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Skautafélag Akureyrar Ásynjur fagna Íslandsmeistaratitlinum. KRISTINN INGVARSSON

Skautafélag Akureyrar Ásynjur varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkíi kvenna þegar liðið bar sigur úr býtum á Bjarnarstúlkum 4:1 í Egilshöll en vinna þurfti tvo leiki í einvíginu til þess að standa uppi sem sigurvegari. Norðanstúlkur unnu fyrri leikinn risastórt, 9:1 en öllu meiri spenna var í kvöld.

SA komst yfir í fyrri hálfleik með marki Silvíu Björgvinsdóttur á 18. mínútu.

Flosrún Jóhannesdóttir jafnaði hins vegar metin fyrir Björninn í síðari  hálfleik á 29. mínútu, 1:1 og æsispenna í Grafarvoginum.

Norðanstúlkur ætluðu sér hins vegar ekki að láta einvígið fara í þrjá leiki og þær voru sterkari á lokamínútunum.

Jónína Guðbjartsdóttir kom SA yfir þegar sex mínútur voru til leiksloka og við það brotnaði Björninn þar sem Sunna Björgvinsdóttir skoraði þriðja mark SA aðeins tæpum 30 sekúndur síðar.

Silvía Björgvinsdóttir gerði svo út um leikinn með sínu öðru marki á lokamínútu leiksins, 4:1.

Samtals unnu því norðanstúlkur einvígið 13:2 og unnu Íslandsmeistaratitilinn verðskuldað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert