Aníta nálgast heimsmetið

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir bætti sem kunnugt er eigið Evrópumet unglinga í 800 metra hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:01,56 mínútum í undanrásunum á EM í Prag í dag.

Tími Anítu í dag er rúmlega hálfri sekúndu frá heimsmeti unglinga innanhúss sem er í eigu Meskerem Legesse frá Eþíópíu en hún hljóp á 2:01,03 mínútum árið 2004. Aníta hefur einu sinni hlaupið undir þeim tíma utanhúss, þegar hún setti Íslandsmet sitt sumarið 2013, en það er 2:00,49 mínútur.

Evrópumet unglinga hjá Anítu

Aníta var undrandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka