Sautján ára bið eftir verðlaunum lengist

Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari innanhúss fyrir 19 árum.
Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari innanhúss fyrir 19 árum. mbl.is/Rax

Sautján ár eru liðin síðan að Ísland eignaðist síðast verðlaunahafa á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum og eftir að Aníta Hinriksdóttir hafnaði í 5. sæti í 800 metra hlaupi á EM í Prag í dag er ljóst að biðin lengist enn frekar.

Það var stangarstökkskonan Vala Flosadóttir sem síðast landaði verðlaunum á EM innanhúss en hún fékk brons árið 1998. Hún er jafnframt önnur af tveimur Íslendingum sem fengið hafa gull á EM innanhúss en hún fékk gull í Stokkhólmi árið 1996, þá nýorðin 18 ára. Hreinn Halldórsson fékk einnig gull í kúluvarpi í San Sebastian á Spáni árið 1977.

Íslendingar hafa samtals hlotið verðlaun á EM innanhúss fimm sinnum. Auk ofangreindra verðlaunahafa  fékk Pétur Guðmundsson brons í kúluvarpi í París árið 1994, og Jón Arnar Magnússon brons í sjöþraut í Stokkhólmi 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka