SR sakar SA um grófan leik

Viktor Svavarsson og Victor Andersson úr SR á fullri ferð …
Viktor Svavarsson og Victor Andersson úr SR á fullri ferð gegn SA. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

SR-ing­ar eru ekki kát­ir eft­ir að hafa misst tvo leik­menn úr leik­manna­hópi sín­um með slæm höfuðmeiðsli í síðustu tveim­ur leikj­um liðsins gegn SA í úr­slita­keppn­inni um Íslands­meist­ara­titil karla í ís­hokkí.

Saka þeir leik­menn SA um gróf­an leik og að þeir fari í tæk­ling­ar til að meiða and­stæðing­inn. Einnig er Íshokkí­s­am­bandið gagn­rýnt fyr­ir að taka ekki á mál­un­um af nógu mik­illi festu. Vilja SR-ing­ar að þeir sem valda öðrum höfuðmeiðslum verði refsað harðlega með leik­bönn­um til að stoppa slík­an leik.

Segja þeir að ef menn kom­ist enda­laust upp með þessi brot þá haldi menn bara áfram að stunda þau. Telja þeir að þessi stefna sam­bands­ins, að aðhaf­ast ekk­ert, sé íþrótt­inni ekki til fram­drátt­ar.

Í leikn­um í kvöld var Robbie Sig­urðsson bor­inn af velli og síðan flutt­ur á brott með sjúkra­bíl. Telja menn hann hafa fengið heila­hrist­ing. Í gær var það Daní­el S. Magnús­son sem þurfti að hætta leik sök­um höfuðhöggs. Telja menn víst að þeir tveir spili ekk­ert meira með liði SR í þeim leikj­um sem eft­ir eru í úr­slita­keppn­inni.

Var bæði leik­mönn­um og aðstoðarmönn­um liðs SR heitt í hamsi inni í klefa og fengu allskyns ákúr­ur og leiðindaum­mæli um leik­menn SA að fara í loftið.

SR-ing­ar vilja meina að það séu fyrst og fremst liðsmenn SA sem spili gróft. Það sé varla til­vilj­un að menn meiðist ít­rekað í leikj­um gegn Ak­ur­eyr­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka