Arnar Pétursson og Aníta Hinriksdóttir, bæði hjá ÍR, sigruðu í flokk kvenna og karla í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í dag. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.
Fyrst þrír í karlaflokki voru:
1 - 15:35 Arnar Pétursson, ÍR.
2 - 15:36 Ingvar Hjartarson, Fjölnir.
3 - 15:50 Sæmundur Ólafsson, ÍR.
Fyrstu þrjár í kvennaflokki voru:
1 - 17:10 Aníta Hinriksdóttir, ÍR
2 - 18:36 María Birkisdóttir, ÍR.
3 - 18:43 Jóhanna Skúladóttir Ólafs, KR-skokki.
Metþátttaka var í Víðavangshlaup ÍR þar sem 1171 hlauparar luku hlaupi, en 1205 voru skráðir til leiks. Mest hefur fjöldi í Víðavangshlaupi ÍR til þessa eru 535 en það var árið 2014. Hlaupið er 5 km langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn. Í tilefni 100. Víðavangshlaupsins var þátttakendum boðið til grillveislu við Hörpuna að loknu hlaupi.
ÍR-ingar hafa fagnað sumri 100. ár í röð með því að halda Víðavangshlaup ÍR. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi.