Dominiqua og Bjarki sigruðu

Sigurvegarar á Mílanó meistaramótinu.
Sigurvegarar á Mílanó meistaramótinu. Ljósmynd/Gerpla

Mílanó meistaramót Fimleikasambands Íslands fór fram um helgina í umsjá Gerplu. Keppt var í frjálsum æfingum og í keppnisflokki Special Olympics.

Sigurvegarar í fjölþraut í frjálsum æfingum voru:

Kvennaflokkur – Dominiqua Alma Belany, Ármanni

Karlaflokkur – Bjarki Ásgeirsson, Ármanni

Unglingaflokkur kvk – Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylkir

Unglingaflokkur kk – Aron Freyr Axelsson, Ármanni

Drengjaflokkur – Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu
Stúlknaflokkur – Laufey Ingadóttir, Keflavík

Mílanó meistaramótið var einnig síðasta mótið í stigakeppni vetrarins. Bikarmót, Íslandsmót og Mílanó meistaramótið töldu til stiga og var stigameistari krýndur með hæstu stig úr þessum þremur mótum.

Stigameistari kvennaflokkur – Irina Zaxonova, Ármanni

Stigameistari unglinga kvk – Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu

Stigameistari karlaflokkur – Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni

Stigameistari unglinga kk – Aron Freyr Axelsson, Ármanni.

Sigurvegarar í Special Olympics voru:

Special Olympics  3. þrep kvk – Elva Björg Gunnarsdóttir, Gerplu

Special Olympics 2. þrep kvk – Hekla Björg Hólmarsdóttir, Gerplu

Special Olympics 3.þrep kk – Jóhann Fannar Kristjánsson, Gerplu

Special Olympics 2. þrep kk – Davíð Þór Torfason, Gerplu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert