Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR setti í dag Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi í flokki 16-17 ára þegar hún keppti fyrir Ísland í 2. deild Evrópubikarsins í Búlgaríu.
Andrea hafnaði í 5. sæti í greininni en hún er aðeins 16 ára gömul og er að keppa á sínu fyrsta stórmóti á erlendri grundu.
Bætti hún eigið met í þessum aldursflokki en hún hljóp á tímanum 10:57,01 mínútum. Var hún um 15 sekúndum frá Íslandsmeti fullorðinna í greininni.