Nýtt met hjá Tristani

Tristan Freyr Jónsson
Tristan Freyr Jónsson mbl.is/Golli

Fjórir íslenskir keppendur taka þátt í Bauhaus Junioren Gala unglingamótinu í Mannheim í Þýskalandi um helgina og voru nokkrir þeirra í eldlínunni í dag.

Tristan Freyr Jónsson byrjaði daginn á að hlaupa 110 m grindahlaup á 14,26 sekúndum og setti hann þar með nýtt aldursflokkamet unglinga. Fyrra metið átti Einari Daði Lárusson 14,51 sek.

Tristan hljóp svo 100 m skömmu síðar á 11,01 sek. Hann var aðeins 2 hundruðustu frá sínu besta og hans næst besta 100 m hlaup á ferlinum.

Vigdís Jónsdóttir keppti í sleggjukasti og kastaði 51,21 metra sem er nokkuð frá hennar besta. Hún er engu að síður í hörkukeppni við margar sem hún mun mæta á EM unglinga í Eskiltuna eftir rúman hálfan mánuð og á mikið inni.

Hilmar Örn Jónsson keppti í sleggjukasti og var í hörkukeppni við tvo af fremstu unglingakösturum Evrópu, frá Þýskalandi og Bretlandi. Hilmar var með forystu á tímabili en hafnaði í þriðja sæti með fínan árangur, 76,31 metra. Lofar góðu fyrir EM í Eskilstuna.

Á morgun keppa síðan Aníta Hinriksdóttir í 800 metra hlaupi og Tristan i langstökki og 200 metra hlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert