Aníta komin í úrslit á EM U19 ára

Aníta Hinriksdóttir á Evrópumeistaratitil að verja.
Aníta Hinriksdóttir á Evrópumeistaratitil að verja. mbl.is/Kristinn

Aníta Hinriksdóttir komst örugglega í úrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu U19 ára í frjálsum íþróttum í Eskilstuna í dag en hún átti besta tímann í undanrásunum.

Aníta keppti í þriðja og síðasta riðlinum í 800 metra hlaupi. Hún hljóp á 2:05,1 mínútu sem var 46 sekúndubrotum á undan hinni þýsku Kalis Mareen, sem var einnig í þriðja riðli. Aníta róaði á hraðanum þegar sigurinn var í höfn en tími hennar í dag er tæplega fjórum sekúndum á eftir hennar besta tíma sem eru 2:00,49 mínútur. Besti tími Anítu í ár er 2:01,50.

Hún á Evrópumeistaratitil að verja í greininni eftir að hafa sigrað í henni fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert