Birkir vann en Ísland í 11.-12. sæti

Birkir Gunnarsson.
Birkir Gunnarsson. mbl.is/Eggert

Karlalandslið Íslands í tennis lauk í gær keppni í 3. deildinni í Davis Cup á Möltu þegar liðið beið lægri hlut fyrir Liechtenstein, 1:2, í úrslitum um 9.-12. sætið á mótinu. Íslenska liðið hafnaði þar með í 11.-12. sæti.

Birkir Gunnarsson spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Glan-Carlo Besimo og sigraði örugglega, 6:2 og 6:0.

Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn Kumar Bonifacius á móti Vital Flurin Leuch. Rafn Kumar vann fyrsta settið 6:3 en tapaði seinni tveimur settunum, 3:6 og 2:6.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir og Rafn Kumar á móti Glan-Carlo Besimo og Vital Flurin Leuch. Liechtensteinarnir höfðu betur og unnu leikinn 6:3 og 6:4.

Noregur og Georgía urðu í 1. og 2. sæti og fara því upp um deild og spila í 2. deild Evrópu/Afríku riðils á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert