Íslenska sundliðið í 4x50 boðsundi fékk gull á Special Olympics í gær eftir ótrúlega keppni, eins og sést vel á myndbandinu hér fyrir neðan þegar Ástrós María Bjarnadóttir gefur í og nær þeim sem var í fyrsta sæti.
Sundliðið skipuðu Ástrós María Bjarnadóttir, Bjarki Skjóldal, Emil Björnsson og Tinna Rut Andrésdóttir. Allir íslensku keppendurnir stóðu sig með stakri prýði.
Sama gerðist í frjálsum íþróttum í boðhlaupinu 4x100 sem fram fór á sama tíma. Þar gaf María Dröfn Einarsdóttir frá Akureyri allt í botn og fór fram úr öllum keppendum í sínum þriðja spretti.
Liðið skipuðu Bjarki Rúnar Steinarsson, Bryndís Brynjúlfsdóttir, Héðinn Jónsson og María Dröfn Einarsdóttir, sem öll stóðu sig eins og hetjur.
Sundliðið okkar keppti í 4x50 metra skriðsundi. Sundið var æsispennandi og eftir annað sund var íslenska liðið í þriðja sæti töluvert á eftir fyrsta liði en á ótrúlegan hátt náði það á síðasta spretti að sigla sigrinum í höfn en tæpt var það. Aðeins munaði 82 sekúndubrotum í annað sætið. Sætt.Íslenska liðið er á fimmtu braut.
Posted by Íþróttasamband fatlaðra on Sunday, August 2, 2015