Gáfu allt í botn og unnu

Sundkappar Íslands.
Sundkappar Íslands.

Íslenska sundliðið í 4x50 boðsundi fékk gull á Special Olympics í gær eftir ótrúlega keppni, eins og sést vel á myndbandinu hér fyrir neðan þegar Ástrós María Bjarnadóttir gefur í og nær þeim sem var í fyrsta sæti.

Sundliðið skipuðu Ástrós María Bjarnadóttir, Bjarki Skjóldal, Emil Björnsson og Tinna Rut Andrésdóttir. Allir íslensku keppendurnir stóðu sig með stakri prýði.

Frjálsíþróttaliðið ánægt eftir keppnina.
Frjálsíþróttaliðið ánægt eftir keppnina.

Sama gerðist í frjálsum íþróttum í boðhlaupinu 4x100 sem fram fór á sama tíma. Þar gaf María Dröfn Einarsdóttir frá Akureyri allt í botn og fór fram úr öllum keppendum í sínum þriðja spretti.

Liðið skipuðu Bjarki Rúnar Steinarsson, Bryndís Brynjúlfsdóttir, Héðinn Jónsson og María Dröfn Einarsdóttir, sem öll stóðu sig eins og hetjur.

Sundliðið okkar keppti í 4x50 metra skriðsundi. Sundið var æsispennandi og eftir annað sund var íslenska liðið í þriðja sæti töluvert á eftir fyrsta liði en á ótrúlegan hátt náði það á síðasta spretti að sigla sigrinum í höfn en tæpt var það. Aðeins munaði 82 sekúndubrotum í annað sætið. Sætt.Íslenska liðið er á fimmtu braut.

Posted by Íþróttasamband fatlaðra on Sunday, August 2, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert