Björk Kristjánsdóttir og Ingvar Ómarsson urðu Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum í gær. Mótið fór fram í Hvalfirði og tóku tæplega 60 manns þátt.
Björk Kristjánsdóttir var fyrst í mark í kvennaflokki eftir spennandi endasprett við Maríu Ögn Guðmundsdóttir. Björk hjólaði 86 kílómetra á tímanum 2:47:26. Ása Guðný Ásgeirsdóttir var þriðja sæti.
Í karlaflokki var Ingvar Ómarsson fyrstur í mark, Miroslaw Adam Zyrek var annar og Óskar Ómarsson sá þriðji. Ingvar fór 110 kílómetra á tímanum 2:58:59.
Bæði Björk og Ingvar hjóla undir merkjum Tinds.