Guðmundur Helgi á að baki langan og víðtækan feril í blakhreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis.
Guðmundur Helgi á að baki fjölda bikarmeistara- Íslandsmeistaratitla með ÍS, en hann var framkvæmdastjóri BLÍ á árunum 1989-1992 og aftur frá 1995 til 2002 og sat m.a. í stjórn BLÍ um tíma.
Guðmundur Helgi starfaði hjá Alþjóða blaksambandinu frá árinu 2002 og var framkvæmdastjóri Tækni- og þróunarsviðs hjá sambandinu til mars 2015. Guðmundur Helgi hefur verið búsettur í Sviss síðan árið 2003, en hefur nú flutt aftur heim til Íslands.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er kosinn í stjórn Evrópu blaksambandsins (CEV) og er gríðarlega jákvætt fyrir Blaksamband Íslands að eiga mann á hæsta stalli innan Evrópu.