María stóð sig best í Salzburg

María Helga Guðmundsdóttir stóð sig vel í Salzburg í gær.
María Helga Guðmundsdóttir stóð sig vel í Salzburg í gær. mbl.is

Á seinni degi heimsbikarmótsins í karate sem haldið var í Salzburg, Austurríki, nú um helgina stóð María Helga Guðmundsdóttir sig best af íslensku keppendunum.

Í kumite kvenna -55kg mætti hún Rebeccu Burnett frá Englandi í fyrstu umferð. María Helga náði góðu sparki í líkama hennar og vann að lokum 2-0.

Í næstu umferð mætti hún Jennifer Warling frá Lúxemborg sem sigraði 3-0. Jennifer tapaði svo næstu umferð og því engin uppreisn hjá Maríu Helgu og hún var þá búin að klára sína keppni.

Einnig kepptu Elías Snorrason og Bogi Benediktsson í kata karla, þar sem þeir duttu báðir út í fyrstu umferð. Elías mætti Patrick Valet frá Austurríki og Bogi mætti Saied Salman Abdulhusain frá Kúveit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert