Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir snýr aftur heim til Íslands í kvöld eftir mikla frægðarför til Ítalíu. Þar setti hún tvö heimsmet og tíu Evrópumet, vann til fimm gullverðlauna, auk silfurverðlauna og bronsverðlauna, á Evrópumeistaramóti DSISO, alþjóðasundsambands fólks með Downs-heilkenni.
Eftir frækin afrek sín var Kristín verðlaunuð sérstaklega í lok móts fyrir besta frammistöðu á mótinu, í kjöri þjálfara, fararstjóra og annarra liða.
Kristín, sem keppir fyrir íþróttafélagið Ívar á Ísafirði, setti heimsmetin sín í 25 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi. Nánar má lesa um afrek hennar á facebooksíðu hennar með því að SMELLA HÉR.