Íslandsmet Þuríðar í Houston

Þuríður Erla Helgadóttir.
Þuríður Erla Helgadóttir. Ljósmynd/Haraldur Leví Jónsson

Þuríður Erla Helgadóttir setti í gær Íslandsmet í jafnhendingu og snörun á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Houston í Bandaríkjunum nú um stundir.

Þuríður keppir í -58 kg flokki. Fyrst snaraði hún upp 73 kílóum, síðan 77 kílóum og loks fór 81 kíló upp, sem er Íslandsmet, bætti þar hennar gamla met um þrjú kíló. Í jafnhendingu lyfti hún fyrst 96 kílóum og loks 100 kílóum, sem er Íslandsmet.

Að endingu reyndi hún við 104 kíló og engu mátti muna að sú lyfta heppnaðist. Þuríður varð í 7. sæti af 12 keppendum í C-flokki á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert