„Þú segir mér stórfréttir“

Aníta Hinriksdóttir þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af ólympíulágmarkinu.
Aníta Hinriksdóttir þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af ólympíulágmarkinu. mbl.is/Kristinn

Aníta Hinriksdóttir, Íslandsmethafi í 800 m hlaupi úr ÍR, hefur öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í ágúst á næsta ári.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið tilkynnti síðdegis í gær breytingar á lágmörkum í nokkrum greinum fyrir leikana. Þar á meðal var lágmarkstíma í 800 m hlaupi kvenna breytt úr 2.01.00 mínútu í 2.01,50. Það þýðir að Aníta sem best hljóp á 2.01,01 í sumar sem leið er örugg um keppnisrétt á leikunum og getur einbeitt sér að undirbúningi að leikunum frá og með deginum í dag í stað þess að berjast við að ná lágmarki eins snemma á næsta ári og kostur er.

„Þú segir stórfréttir,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hlaupakonunnar Anítu Hinriksdóttur þegar Morgunblaðið hringdi í hann síðdegis í gær. Gunnar Páll trúði vart orðum blaðamanns. „Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ sagði hann eftir að hafa jafnað sig á tíðindunum og gefið sér tíma til þess að staðfesta fréttina með því sjálfur að skoða heimasíðu Alþjóða frjálsíþróttsambandsins.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert