Sturla Snær stóð sig vel í Noregi

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason stóð sig vel í svigi á FIS-móti sem fram fór í Hemsedal í Noregi í gær.

Sturla var 32. í röðinni en endaði í tuttugasta sæti og fékk fyrir það 30,36 FIS-punkta, sem er með hans besta árangri erlendis. Tími hans í fyrri ferðinni var 41,23 sekúndur en í þeirri seinni 44,83 sekúndur, og samanlagður tími því 1:26,06 mínútur. Hann var rétt tveimur og hálfri sekúndu frá sigurvegaranum, heimamanninum Leif Kristian Haugen.

Sturla varð Íslandsmeistari í svigi á Skíðamóti Íslands fyrr í mánuðinum, sem var hans fyrsti í fullorðinsflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert