Conor McGregor dásamar Gunnar

Gunnar ásamt hinum írska Conor McGregor.
Gunnar ásamt hinum írska Conor McGregor. Instagram

Conor McGregor, einn fremsti bardagakappi UFC-deildarinnar, var í skýjunum með sigur Gunnars Nelson á Albert Tumenov á UFC Fight Night 87 í Rotterdam í Hollandi í kvöld, en Conor lýsti yfir ánægju sinni á samskiptavef Twitter.

Frétt mbl.is: Gunnar Nelson sigraði Tumenov

McGregor, sem hefur undanfarnar vikur átt í deilum við Dana White, forseta UFC-deildarinnar, horfði á Gunnar Nelson berjast við Albert Tumenov í kvöld. Gunnar kláraði Tumenov í 2. lotu með uppgjafartaki, en sigurinn ætti að koma honum aftur á topplistann í veltivigt.

Conor og Gunnar eru miklir félagar og hafa verið undanfarin ár en Conor var einmitt á landinu á dögunum og var með æfingabúðir í Mjölni. Írinn umdeildi fylgdist með sínum manni í kvöld og var gríðarlega sáttur eftir sigurinn eins og sjá má á ummælunum hér fyrir neðan.

„Gunnar ,,Hvíti Api“ Nelson. Þetta gerist þegar maður einbeitir sér fullkomlega allan tímann í æfingabúðunum. Við erum að taka þetta á næsta stig,“ sagði Conor á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert