„Vorum nálægt því að ná marki Gylfa“

„Það er ágætt að fagna útskriftinni svona,“sagði Heiðar Aðalbjörnsson sem mbl.is hitti á samkomustað Íslendinga í norðurhluta Parísar í dag. Hann var þar í góðum gír ásamt bróður sínum og vini. Í ljós kom að Heiðar útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní, dreif sig að norðan um miðnætti og linnti ekki látum fyrr en komið var til Marseille kvöldið eftir.

Bræðurnir, Heiðar og Bjartur, fóru beint að Stade Vélodrome frá flugvellinum í Marseille og voru fyrir utan fótboltvöllinn þegar þeir heyrðu mikil fagnaðarlæti; Gylfi Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir.

Attachment: "" nr. 9954

Heiðar Aðalbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Tómas Guðjónsson.
Heiðar Aðalbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Tómas Guðjónsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert