Bæting í Finnlandi

Jóhanna Elín.
Jóhanna Elín. Mynd/ssi

Norðurlandameistaramót æskunnar í sundi (Nordic Age-Group Championships) hélt áfram í dag en mótið er haldið í Tampere í Finnlandi.

Ásdís Eva Ómarsdóttir synti í 200 m bringusundi á 2:43,83 og endaði í 8. sæti. Tíminn er bæting upp á um tvær sekúndur sléttar í 50 m lauginni.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH synti 100 m skriðsund og vann sinn riðil á tímanum 1:00,04 sem er bæting upp á 1,25 sekúndur. Tíminn dugði í 10. sæti í greininni en því miður var hún dæmd úr leik fyrir að hreyfa sig á pallinum.

Fjórir íslenskir keppendur eru skráðir til leiks á mótinu en það eru þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH, Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki og Ásdís Eva Ómarsdóttir úr Bergensvømmerne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert