Pokémon Go fór illa með gullverðlaunahafa

Kohei Uchimura.
Kohei Uchimura. MARTIN BUREAU

Japanski fimleikamaðurinn Kohei Uchimura sem mun keppa á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu síðar í þessum mánuði kom sér heldur betur í klandur á dögunum þegar hann spilaði leikinn Pokemon Go.

Uchimura, sem er gullverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum í London, fékk nefnilega himinháa sekt þar sem hann notaði allt of mikið gagnamagn á meðan hann spilaði leikinn en sektin hljóðaði upp á rúmar 583 þúsund íslenskar krónur.

Símafyrirtækið sem hann skiptir við tók þessu hins vegar nokkuð létt og leyfði honum að sleppa við sektina og borga þess í stað tæpar 3500 krónur á dag á meðan kappinn verður í Brasilíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka