Lokaathöfn Ólympiuleikanna 2016 stendur nú yfir og er glæsileg að vanda. Þátttakendur gengu fylktu liði með þjóðfána sína á Maracana-leikvanginum í Ríó og boðið hefur verið upp á litrík og fjörleg dans- og tónlistaratriði
Lokaathöfninni lýkur með því að Eduardo Paes, borgarstjóri Ríó, afhendir Yuriko Koike, borgarstjóra Tókýó, höfuðborgar Japans, ólympíufánann en leikarnir fara fram þar í borg árið 2020. Ólympíueldurinn verður að endingu slökktur.