Einar og Hafþór Íslandsmeistarar

Íslandsmeistararnir í tvímenningi í keilu, Einar Már Björnsson og Hafþór …
Íslandsmeistararnir í tvímenningi í keilu, Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR fyrir miðri mynd. Hægra megin við þá eru Þorleifur Jón Hreiðarsson og Elías Borgar Ómarsson sem urðu í öðru sæti. Íslandsmeisturunum á vinstri hönd eru Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR en þeir hrepptu bronsverðlaun. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Íslandsmótið í tvímenning í keilu karla fór fram um helgina í Keiluhöllinni Egilshöll. Góð þátttaka var í mótinu en 19 pör tóku þátt. Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. 

Þeir félagar léku yil úrslita við Þorleif Jón Hreiðarsson og Elías Borgar Ómarsson úr KR.

Þorleifur og Elías unnu fyrsta leikinn 370 gegn 313. Einar og Hafþór jöfnuðu viðureignina með því að vinna annan leikinn, 404 gegn 313 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn  með því að vinna þriðja leikinn 390 gegn 368.

Í þriðja sæti urðu Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert