Hjördís og Hákon þríþrautarfólk ársins

Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson
Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson Ljósmynd/Arnold Björnsson

Hjördís Ýr Ólafsdóttir og Hákon Hrafn Sigurðsson hafa verið valin þríþrautarfólk ársins af Þríþrautarsambandi Íslands.

Hjördís Ýr Ólafsdóttir (34 ára úr Sundfélagi Hafnafjarðar) kom heim til Íslands á árinu eftir að hafa æft og keppt í þríþraut í Ástralíu í þrjú ár. Hún varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í sprettþraut og í ólympískri þríþraut. Þá hafnaði hún í 2. sæti í áhugamannaflokki í Challenge Iceland (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) en sú keppni er hluti af alþjóðlegri mótaröð í lengri vegalengdum í þríþraut. Hún mun keppa á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar á næsta ári í Slóvakíu.

Hákon Hrafn Sigurðsson (42 ára úr Breiðabliki) hefur verið í fremstu röð í þríþraut undanfarin ár og þetta er 5. árið í röð sem hann er valinn þríþrautarmaður ársins. Hann varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut og í hálfum járnmanni. Þá vann hann áhugamannaflokkinn í Challenge Iceland (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) og mun keppa á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar á næsta ári í Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert