Minnsti munur á tveimur efstu í fimm ár

Aníta Hinriksdóttir, Martin Hermannsson, Júlían J. K. Jóhannsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, …
Aníta Hinriksdóttir, Martin Hermannsson, Júlían J. K. Jóhannsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ólafur Már Sigurðsson (bróðir Gylfa Þórs), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Arnór Þór Gunnarsson (bróðir Arons Einars), Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á sviðinu í Hörpu í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjörutíu stigum munaði á Gylfa Þór Sigurðssyni og Hrafnhildi Lúthersdóttur í kjörinu á íþróttamanni ársins 2016 en þau urðu í fyrsta og öðru sæti eins og áður hefur komið fram.

Þetta er minnsti munur á tveimur efstu í kjörinu í fimm ár en í kosningunni fær efsti maður á hverjum atkvæðaseðli 20 stig og sá næsti 15 stig, þriðji 10 stig, en síðan er talið niður frá 7 og niður í eitt stig.

Alls fengu nítján íþróttamenn atkvæði í kjörinu, tíu konur og níu karlar. Mest var hægt að fá 480 stig og heildar niðurstaðan varð þessi:

  1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig
  2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390
  3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214
  4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167
  5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117
  6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100
  7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80
  8. Aron Pálmarsson, handbolti 65
  9. Martin Hermannsson, körfubolti 57
10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45
11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28
12. Kári Árnason, knattspyrna 23
13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16
14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7
15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6
16. Irina Sazonova, fimleikar 3
17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2
18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1
19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1

Lið ársins (mest 120 stig):

1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig
2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig
3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig
4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig
5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stig

Þjálfari ársins (mest 120 stig):

1. Dagur Sigurðsson 67 stig
2. Guðmundur Þ. Guðmundsson 62
3. Heimir Hallgrímsson 54
4. Þórir Hergeirsson 33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert