Íþrótta- og ólympíusamband Íslands mun úthluta 150 milljóna króna styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Þá verður um 100 milljónum úthlutað síðar á árinu eftir nýjum reglum sjóðsins.
Á síðasta ári var undirritaður samningur um stóraukið framlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi, en frekari styrkjum verður úthlutað á árinu 2017 að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ þegar ný reglugerð Afrekssjóðs verður mótuð.
„Þessi úthlutun markar tímamót þar sem þetta er lokaúthlutun úr hinum gamla Afrekssjóði, sem við höfum úthlutað úr um árabil. Nú taka við breyttir tímar,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, á fréttamannafundi í dag.
Þá sagði hann að vinnuhópur um Afrekssjóðinn væri að endurmeta reglur hans og verða niðurstöður úr þeirri vinnu ljósar eigi síðar en 1. mars næstkomandi.
Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 26 sérsamböndum ÍSÍ og hljóta öll þau sambönd styrk vegna sinna landsliðsverkefna. Þá var sótt um styrki fyrir verkefni 64 einstaklinga, en aðeins er hluti þeirra styrktur eða verkefni 12 íþróttamanna.
„Rétt er að leggja áherslu á að það eru sérsamböndin sem hljóta styrki vegna verkefna tilgreindra íþróttamanna, en ekki íþróttamennirnir sjálfir,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ.
Hæstu styrki fyrir árið 2017 hljóta þau sambönd sem eru með lið sem taka þátt í lokamótum stórmóta. Handknattleikssamband Íslands fær hæsta styrkinn, 28,5 milljónir, Körfuknattleikssambandið 18,5 milljónir, Sundsambandið rúmlega 13,5 milljónir og Frjálsíþróttasambandið fær 12 milljónir.
Þessi fjögur sérsambönd njóta samtals tæplega helmings þeirrar upphæðar sem er til úthlutunar til sérsambanda og 10 samböndin sem fá hæstu styrkina fá um 80% af úthlutun sjóðsins.
<strong>-Blaksamband Íslands (BLÍ) kr. 4.400.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Badmintonsamband Íslands (BSÍ) kr. 2.200.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Borðtennissamband Íslands (BTÍ) kr. 600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) kr. 2.100.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) kr. 12.000.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Anítu Hinriksdóttur og Ásdísar Hjálmsdóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Fimleikasamband Íslands (FSÍ) kr. 7.950.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum og hópfimleikum, verkefna Irina Sazonova og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Golfsamband Íslands (GSÍ) kr. 8.850.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa<strong> </strong>
<strong>-Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) kr. 1.100.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) kr. 28.500.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna A landsliða karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) kr. 7.750.000,- </strong>
Vegna landsliðsverkefna sambandsins, undirbúnings fyrir Paralympic Games 2018, verkefna Helga Sveinssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) kr. 3.200.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Skautasamband Íslands (ÍSS) kr. 600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Júdósamband Íslands (JSÍ) kr. 1.600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Karatesamband Íslands (KAÍ) kr. 1.600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) kr. 18.500.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Keilusamband Íslands (KLÍ) kr. 1.100.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Kraftlyftingasamband Íslands (KRA) kr. 6.600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Fanneyjar Hauksdóttur, Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) kr. 8.400.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, yngri landsliða kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Landssamband hestamannafélaga (LH) kr. 2.200.000,- </strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Lyftingasamband Íslands (LSÍ) kr. 1.100.000,- </strong>
Vegna landsliðsverkefna kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Skíðasamband Íslands (SKÍ) kr. 9.800.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum, undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleika 2018 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Skylmingasamband Íslands (SKY) kr. 1.700.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Sundsamband Íslands (SSÍ) kr. 13.550.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Antons Sveins Mckee og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Skotíþróttasamband Íslands (STÍ) kr. 3.850.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Tennissamband Íslands (TSÍ) kr. 600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong>-Þríþrautarsamband Íslands (ÞRÍ) kr. 600.000,-</strong>
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
<strong> </strong>