Annie Mist í heimsmetabók Guinness

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Annie Mist Þórisdóttir, ein skærasta stjarnan í heimi crossfit á heimsvísu, náði í kvöld inn í heimsmetabók Guinness. Ekki nóg með það, heldur setti hún tvö mismunandi met.

Fyrst setti hún met í snörun með hnébeygju og hefur engin kona lyft jafnþungu á einni mínútu. Velja má þyngd á stönginni og gera svo eins margar endurtekningar og hægt er á innan við mínútu. Fyrra metið var rétt rúmlega 520 kíló (1.147 pund). Það er hins vegar óhætt að segja að Annie hafi jarðað það met með því að lyfta rúmlega 1.038 kílóum (2.290 pundum) á mínútunni. Þá eru ótaldar þær beygjur sem ekki voru teknar gildar þar sem hún fór ekki nógu djúpt.

Annie tók sér svo smá hvíld áður en hún reyndi við nýtt heimsmet í jafnhendingu (clean & jerk), þar sem hún reyndi að lyfta eins þungu og hún gæti á einni mínútu. Hún lyfti samtals tæplega 810 kílóum (1.785 pundum) sem einnig er met.

Annie sýndi frá tilraunum sínum til að slá metin, en upptakan klikkaði í seinni greininni og byrjaði þegar hún var að bíða eftir úrskurðum dómara. Upptökurnar af Facebook-síðu Annie má sjá hér að neðan.

Fyrri greinin:

Seinni greinin:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert