Sturla Snær Snorrason er í 52. sæti eftir fyrri ferðina í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í St. Moritz í Sviss.
Sturla Snær var 81. í rásröðinni og hann gerði því vel að ná 52. sætinu sem þýðir að hann fær að taka þátt í síðari ferðinni en þeir 60 efstu af 106 keppendum taka þátt í henni.
Sturla, sem varð annar í undankeppninni í gær, er 5,05 sekúndum á eftir Austurríkismanninum Marcel Hirscher sem náði bestum tíma í fyrri ferðinni.
Síðari ferðin hefst klukkan 11.55.