Crossfit-stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð efst á heimsvísu á opna crossfit-mótinu sem fram hefur farið síðustu vikur. Um er að ræða 150 þúsund keppendur sem taka þátt.
Keppendurnir hafa fimm vikur til þess að spreyta sig á sömu fimm þrautunum. Sara háði meðal annars einvígi við Katrínu Tönju Davíðsdóttir á dögunum og þrátt fyrir að hafa tapað því var hún samanlagt efst á heimsvísu.
Næsti íslenski keppandinn á eftir henni var Annie Mist Þórisdóttir, sem varð 7., á eftir henni varð Þuríður Erla Helgadóttir og Katrín Tanja varð svo 10. á heimsvísu. Heildarúrslit má sjá HÉR.