Hafþór lamaður í andliti

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson mbl.is/Golli

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson greindi frá því í dag að hann hafði veikst nýlega og þurft að leita læknishjálpar. Leist honum og aðstandendum ekki á blikuna um tíma. 

Hafþór greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og segist hafa vera dofinn öðru megin í andlitinu þegar hann vaknaði síðasta þriðjudag. Hafi það ágerst og hann lamast hægra megin í andlitinu síðar um daginn. Auk þess hafi hann verið veikur dagana á undan. 

Segir hann vini sína hafa óttast að hann væri að fá slag og hafi hann því farið á bráðamóttökuna. Að lokinni læknisskoðun segist Hafþór hafa fengið góðar fréttir og hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Um vírus hafi verið að ræða og fær hann viðeigandi meðhöndlun. 

Hafþór ritar færsluna á ensku og talar til aðdáenda sinna sem ætli að hvetja hann áfram í keppninni um sterkasta mann Evrópu á morgun. Grínast hann með að ef brosið verði sérkennilegt þegar hann stillir sér upp í myndatökur þá sé það ekki vegna þess að illa liggi á honum. 

Hafþór segir vírusinn ekki eiga að hafa áhrif á frammistöðu sína í mótinu. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BSUFQOkAEgL/" target="_blank">To all my dear strongman fans, I have a small announcement. Last Sunday I got very sick. On Tuesday morning I woke up and the right side of my face felt kind of numb. It got worse over the course of the day and then it got completely paralysed. My friends insisted sending me to the ER to get things checked out as they were seriously worried I was having a stroke. I spent a good amount of time at the hospital as doctors ran some tests on me. Luckily I was informed there was nothing to worry about. That I have caught some virus called Bells Palsy which causes half of my face getting paralysed. It can last from a week to a few months apparently. So please keep that in mind if you come to Europe's Strongest Man tomorrow and get pictures with me that I'm not in a bad mood I just can't really smile for pictures haha! Other than that I feel good and look forward to battling it out with the guys for the Title of Europe's Strongest Man 2017 and putting on a great show for all you guys! Bring it on!</a>

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Mar 31, 2017 at 12:12pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert