Sturla Snær Snorrason vann mjög öruggan sigur í stórsvigi karla á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag.
Sturla var með besta tímann í báðum ferðum og fékk samanlagðan tíma 1:53,78 mínúta en hann varð hálfri þriðju sekúndu á undan næsta manni, Jóni Gunnari Guðmundssyni, sem fékk samanlagðan tíma 1:56,24 mínúta. Þriðji varð síðan Sigurður Hauksson á 1:56,38 mínútu samanlagt.
Keppendur í stórsvigi karla voru 24 og af þeim luku 20 keppni.