Áttaði mig á því hvað ég er heppinn

Stuðningsmenn Dortmund á leiknum í dag.
Stuðningsmenn Dortmund á leiknum í dag. AFP

„Við vissum að það yrði erfitt að einbeita sér að leiknum,“ sagði Nuri Sahin, leikmaður Dortmund, eftir 3:2-tap liðsins gegn Mónakó í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í dag.

Eins og áður hefur komið fram átti leikurinn að fara fram í gær. Honum var frestað um tæpan sólarhring eftir að þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu þýska liðsins þegar það var á leið á völlinn í gær.

„Þangað til leikurinn hófst var ég að hugsa um allt aðra hluti en fótbolta. Seinni hálfleikurinn var frábær, sé tekið tillit til þess sem við upplifðum síðastliðinn sólarhring,“ sagði Sahin.

„Við erum allir mannlegir og var brugðið í gær. Ég áttaði mig á því hversu heppnir við vorum þegar ég kom heim og sá konuna mína og strákinn minn,“ bætti Sahin við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert