Jóna og Fríða í úrvalsliði mótsins

Fríða Sigurðardóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir kátar ásamt samherjum sínum …
Fríða Sigurðardóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir kátar ásamt samherjum sínum í íslenska landsliðinu í blaki. RGMuccio, Ljósmynd/A&R Photos

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Fríða Sigurðardóttir voru valdar í úrvalslið lokakeppni Evrópukeppni Smáþjóða í blaki kvenna sem lauk með sigri íslenska landsliðsins í Lúxemborg í dag. Úrvalslið mótsins var valið í mótslok. 

Báðar áttu þær afbragðsleiki með íslenska landsliðinu í leikjunum fjórum um helgina sem voru jafnframt síðustu landsleikir Fríðu. Hún hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Fríða á að baki 113 landsleiki, fleiri en nokkur annar íslenskur blakari og gildir þá einu hvort um konu eða karl er að ræða. 

Sigur íslenska landsliðsins á mótinu í dag tryggir því um leið sæti í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í fyrsta sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert