Tímabilið búið hjá Præst

Michael Præst
Michael Præst Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KR-ingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku, en í ljós hefur komið að danski miðjumaðurinn Michael Præst mun að öllum líkindum ekki geta komið meira við sögu á tímabilinu. Hann meiddist á hné gegn ÍBV um miðjan mánuðinn og hefur gengist undir aðgerð vegna þess.

„Hann má ekkert byrja í fótbolta fyrr en í fyrsta lagi í september. Það er því líklegt að tímabilið sé búið, ég veit ekki hvort hann geti verið eitthvað með í lokin. Hann er núna bara á hjólinu næstu tvo mánuði,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, er hann staðfesti tíðindin við Morgunblaðið.

Sjá fréttina í heild sinni í Íþróttablaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert