Anton Sveinn setti Íslandsmet í Berlín

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi í 25 metra laug á heimsbikarmóti í Berlín í morgun.

Anton Sveinn synti á 58,66 sekúndum en gamla metið var 58,90 sekúndur en það setti Jakob Jóhann Sveinsson árið 2009.

Jakob Jóhann var hálfri sekúndu frá úrslitum en hann lenti í 9. sæti í heildina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka