Okkur verður bannað að spila í Laugardalshöllinni

Karlalandsliðið í handbolta hefur unnið marga eftirminnilega sigra í Höllinni …
Karlalandsliðið í handbolta hefur unnið marga eftirminnilega sigra í Höllinni og síðast tryggði það sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2018 með því að sigra Úkraínumenn í lokaleik undankeppninnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimavöllur íslensku landsliðanna í handbolta, körfubolta og blaki er á undanþágu hjá bæði Handboltasambandi Evrópu og Körfuboltasambandi Evrópu. Þessi „fornfrægi“ heimavöllur Íslands í þessum greinum uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi leiki í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta hjá A-landsliðum.

Íslensku landsliðin í blaki geta hins vegar spilað leiki í undankeppnum stórmóta án þess að sækja um undanþágur til Blaksambands Evrópu. Morgunblaðið fór á stúfana í Laugardalnum og ræddi við forráðamenn þessara þriggja sérsambanda um stöðu mála. Hvað vantar upp á til að Laugardalshöllin standist umrædd skilyrði í handbolta og körfubolta?

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir nokkur atriði varðandi Laugardalshöllina gera HSÍ erfitt fyrir þegar kemur að leikjum í undankeppnum stórmóta. Stóra málið sé þó stærð gólfflatarins sem sé of lítill.

Sjá ítarlega umfjöllun um mál  þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert