Kornið sem fyllti mælinn

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir gagnrýnir stjórn Sundsambandsins.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir gagnrýnir stjórn Sundsambandsins. mbl.is/Hari

„Ég held að all­ir séu orðnir mjög langþreytt­ir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mæl­inn að Sund­sam­bandið sé nú til­búið að greiða stjórn­ar­mönn­um fyr­ir að fara á mót. Er þetta eitt­hvert djók? Hvernig er verið að for­gangsraða?“ spyr Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir, landsliðskona í sundi.

Morg­un­blaðið ræddi við Ingi­björgu í gær en hún er afar óánægð með þá ákvörðun stjórn­ar Sund­sam­bands Íslands að veita 50.000 króna styrk til hvers stjórn­ar­manns sem fer á Evr­ópu­meist­ara­mótið í 25 metra laug í Kaup­manna­höfn í des­em­ber. Hún er óánægð með þá staðreynd í ljósi þess að sjálft landsliðsfólkið hafi í gegn­um tíðina og þurfi enn oft sjálft að greiða ferðakostnað vegna keppna, til að mynda á Smáþjóðal­eik­um og Norður­landa­mót­um.

Alls sitja ell­efu manns í stjórn SSÍ. Formaður­inn Hörður J. Odd­fríðar­son fer á EM eins og venja er og sinn­ir þar ýms­um störf­um, og stjórn­ar­maður­inn Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir er vita­skuld kepp­andi á mót­inu. Þá standa eft­ir 9 manns og af þeim seg­ir Hörður að 2-3 hafi kosið að nýta sér styrk­inn og sækja Kaup­manna­höfn heim í des­em­ber, en öll­um stjórn­ar­mönn­um stóð styrk­ur­inn til boða.

Hörður seg­ir ekki um neina skemmti­ferð að ræða fyr­ir stjórn­ar­menn, held­ur sé til­gang­ur­inn að fylgja eft­ir ís­lenska landsliðsfólk­inu og læra af móts­haldi Dana, ekki síst til að móta frek­ar stefnu um upp­bygg­ingu sundaðstöðu á Íslandi. Hann kveðst þó skilja að það kunni að koma spánskt fyr­ir sjón­ir að til séu pen­ing­ar til að fljúga út með stjórn­ar­fólk, þegar til að mynda 16 sund­menn á Smáþjóðal­eik­un­um í vor urðu að greiða hátt í 50 þúsund krón­ur hver úr eig­in vasa í ferðakostnað:

„Það skil ég vel, og það er al­veg eðli­legt að það sé spurt út í þetta. Það má al­veg spyrja hvort það hefði frek­ar átt að taka þenn­an pen­ing og nota til að borga til baka til sund­fólks­ins,“ seg­ir Hörður. 

Ítar­lega er fjallað um málið og rætt við þau Ingi­björgu og Hörð í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Hörður J. Oddfríðarson.
Hörður J. Odd­fríðar­son.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka