Iveta C. Ivanova úr Fylki og Aron Anh Ky Huynh úr ÍR hafa verið útnefnd karatefólk ársins 2017 af Karatesambandi Íslands.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Karatasambandinu en í henni kemur eftirfarandi fram:
Iveta hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð smáþjóðameistari í sínum flokki, fyrst íslenskra kvenna, auk þess að vera Íslandsmeistari í -61 kg flokki kvenna. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðustu ár.
Iveta er núna í 52.sæti á heimslista Alþjóðakaratesambandsins (WKF) í -51 kg kumite junior kvenna af 116 skráðum keppendum.
Helstu afrek Ivetu á árinu 2017 voru;
RIG 2017 Kumite cadet kvenna 1. sæti
Amsterdam Open Cup -53 kg. junior 2. sæti
SSEKF Andorra kumite female junior -53kg 1. sæti
UM kumite 2017 kumite stúlkna 16-17 ára 1. sæti
Haustmót KAÍ , kumite kvenna 1. sæti
ÍM kumite -61 kg flokki kvenna 1. sæti
Aron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni í ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata á þessu ári. Aron Anh er fyrsti smáþjóðameistarinn fyrir Íslands hönd og er núverandi bikarmeistari á sínu öðru keppnisári í fullorðinsflokki auk þess að vera Íslandsmeistari fullorðinna í kata. Aron Anh er einnig bikarmeistari unglinga í kata ásamt því að vera í verðlaunasætum bæði á unglinga og fullorðinsmótum í kata innanlands sem utan.
Aron Anh er núna í 54. sæti á heimslista Alþjóðakaratesambandsins (WKF) í kata junior karla af 117 skráðum keppendum.
Helstu afrek Aron Anh á árinu 2017 voru;
RIG 2017 - kata Junior karla 1. sæti
RIG 2017 - kata senior karla 2. sæti
RIG 2017 - kumite male junior -68 kg 2. sæti
Swedish Kata Trophy - kata junior male 2. sæti
ÍM kata senior male 1. sæti
Bikarmótaröð í karate 2017 1. sæti
Grand Prix-mótaröð 2017 kata 16-17 ára drengir 1. sæti
NM 2017 kata junior 3. sæti
SSEKF Andorra kata male junior 1. sæti
Haustmót KAÍ kata karla 1. sæti