Þjóðverjarnir Aljona Savchenko og Bruno Massot urðu í nótt ólympíumeistarar í parakeppni í listhlaupi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu.
Þýska parið sýndi frábær tilþrif á ísnum og fékk marga áhorfendur til að fella tár með sýningu sinni sem þótti frábær.
Heimsmeistararnir Sui Wenjing og Han Cong frá Kína sem flestir höfðu spáð sigri hrepptu silfurverðlaunin en aðeins munaði tæpu hálfu stigi á milli þeirra og þeirra þýsku. Bronsverðlaunin féllu svo Meagan Duhamel og Eric Radford í skaut.
Hin 34 ára gamla Savchenko vann þar með sín fyrstu gullverðlaun á fimmtu Vetrarólympíuleikunum sem hún tekur þátt í á sínum ferli.