Aníta hleypur 1.500 metra á HM

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, mun ekki hlaupa 800 metra hlaup á HM í Birmingham á Englandi um helgina heldur einbeita sér að keppni í 1.500 metra hlaupi.

Þetta eru nokkur tíðindi í ljósi þess að þessi 22 ára Íslandsmethafi í báðum greinum hefur hingað til haft 800 metra hlaup sem sína aðalgrein.

Aníta segir þó við Morgunblaðið að þessa ákvörðun hafi hún aðeins tekið vegna HM og að hún muni áfram keppa í báðum greinum, ekkert síður 800 en 1.500 metra hlaupi. Hún hefur verið við æfingar í Portúgal en keppir í Birmingham á föstudagskvöld.

„Æfingar hafa gengið vel fyrir 1.500 metra hlaupið svo ég hef ákveðið að stefna á það á HM. Það er auk þess spennandi fyrir keppni í 800 og 1.500 metra hlaupum utanhúss í sumar að hafa þolgrunn frá vetrinum,“ segir Aníta.

„Það er aðeins meira af „800 hraðaæfingum“ á planinu á undirbúningstímabilinu fyrir sumarið heldur en hefur verið í vetur. Ég keppi að minnsta kosti eitthvað í báðum greinum og stefnan núna er ekkert minni á 800,“ segir Aníta.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert